Þingvellir

Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Á Þingvöllum var Alþingi stofnað árið 930 og kom þar saman til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum Íslendinga. Þingvellir eru jafnframt náttúruundur á heimsvísu og þar er elsti þjóðgarður Íslendinga. Witness through interactive exhibition the national park´s rich history and nature. Open every day from 09:00-18:00.


Fræðslumiðstöðin við Hakið er góður upphafsstaður gönguferðar um þingstaðinn forna en þar er margmiðlun notuð til að kynna sögu og náttúru svæðisins. Árið 2004 voru Þingvellir samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO.

  • Tegund: Buildings Monuments Ruins

Leiðsögn á ensku alla daga 1/6-1/9 kl.10:00. Lagt af stað frá kirkju.

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Fræðslumiðstöð:
Opin allt árið kl. 09:00 - 17:00.
<