Landnámssýningin og Landnámssögur

Á Landnámssýningunni í Aðalstræti eru tvær sýningar þar sem fjallað er um landnám Íslands og fyrstu áratugi Íslandsbyggðar. Landnámssýningin byggir á skálarúst sem varðveitt er á upprunalegum stað. Með túlkun á fornminjum er ljósi varpað á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur og tengsl þeirra við umhverfið í nýju landi.

Efni Landnámssýningarinnar byggir á niðurstöðum fornleifarannsókna, efnistökin eru vísindaleg og kynna nýjustu túlkanir vísinda- og fræðimanna á þessu tímabili sögunnar. Á sýningunni má einnig finna leiksvæði sérsniðið fyrir börn.

Sýningin Landnámssögur – arfur í orðum segir sögur frá landnámi Íslands. Sögur sem hafa lifað með þjóðinni í árhundruð og varðveittar eru í handritum sem eiga rætur að rekja aftur til 12. aldar.

Einstakt menningarlegt gildi íslensku handritanna er viðurkennt á alþjóðavísu og er handritasafn Árna Magnússonar á heimsminjaskrá UNESCO.

  • Tegund: Vikings Heritage Literature Art Industry

Júní – ágúst, leiðsögn kl. 11:00, desemberleiðsögn kl. 11:00.

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Daglega 9:00-20:00
<